HEIMSKLASSA KOKTEILAR
Í ÞÍNA VEISLU
þÚ VELUR ÞÍNA KOKTEILA
Við leggjum okkur fram við að bjóða fjölbreytta og vandaða kokteila sem höfða til ólíkra aðila.
Hér fyrir neðan eru dæmi um vinsæla drykki sem við bjóðum reglulega upp á, en við sérsníðum einnig kokteila eftir tilefni, gestahóp og stemningu.
Amaretto, bourbon, sítróna & eggjahvíta
Gin, basilika & límóna
Vodka, ástaraldin, vanilla & límóna
Vodka, Cointreau, trönuber & sítróna
Gin, hindber, sítróna & eggjahvíta
Tequila, Cointreau, agave & límóna
Vodka, Kahlúa & espresso
Gin, Campari & sætur vermút
Tequila, greipaldin & límóna
Við bjóðum upp á sérsniðna kokteilaseðla sem taka mið af þínum viðburði. Hvort sem þú vilt ákveðið þema, ákveðna liti, ákveðin hráefni eða drykki sem lýsa þér eða þínum hópi, þá finnum við réttu blönduna.
Og ef einhverjir drekka ekki áfengi – engar áhyggjur. Við gerum líka óáfenga kokteila sem eru alveg jafn skemmtilegir.
Við elskum allar veislur
Við sérhæfum okkur í að bjóða upp á kokteilaþjónustu fyrir veislur og viðburði af öllum stærðum og gerðum, hvort sem um er að ræða brúðkaup, afmæli, fyrirtækjaviðburði eða einkasamkomur.
Þú færð
Ferðabar á staðinn
Við komum með allan búnað og sjáum um uppsetningu, þjónustu og frágang.
Sérsniðna kokteilaseðla
Unnir í samráði við þig, eftir þema, árstíð og smekk.
Öll tæki og tól
Glös, baráhöld, klaka, öll hráefni o.frv.
Áfenga og óáfenga kokteila
Allir gestir fá upplifun við sitt hæfi.
Lagað að tilefni
Hvort sem um er að ræða litla móttöku eða stóran viðburð.
Við aðlögum okkur að hverju verkefni með persónulegri nálgun og metnaði
til að skila upplifun sem stenst væntingar – og helst fram úr þeim.
um okkur
Pétur Kolka og Jóel Máni Ástuson
Við erum 2 reyndir barþjónar með verðlaun að baki sem deilum sömu ástríðu fyrir kokteilagerð og góðri þjónustu. Við elskum að sulla og leika okkur við að hella mismunandi vökvum í glas sem leika við bragðlaukana. Eftir margra ára reynslu í kokteilagerð, á veitingastöðum, börum og í veislum, ákvaðum við að stofna Nómad, veislu-kokteilaþjónustu. Því að þar líður okkur best, að fá að fagna með fólki og bæta þeirra upplifun með faglegum og eftirminnilegum kokteilum.
Allt sem við bjóðum upp á er unnið af metnaði og með gæðin í fyrirrúmi. Við notum aðeins úrvalshráefni, handgerum öll síróp sjálfir og leggjum áherslu á ferskleika og jafnvægi í hverjum einasta drykk. Við mætum á staðinn með allan búnað og með því, svo gestir geti notið hágæða drykkja, hvar sem veislan er haldin.
Bóka veislu
Ef þú ert með veislu, viðburð eða einfaldlega tilefni sem kallar á vandaða drykki – þá viljum við heyra frá þér!
Við tökum að okkur bæði smáa og stóra viðburði og leggjum metnað í að vinna náið með hverjum og einum viðskiptavini. Þannig tryggjum við að kokteilarnir passi fullkomlega við tilefnið, stemninguna og gestina.